Félög

Á Íslandi eru starfræktir alls kyns hjólaklúbbar, félagasamtök og vefsíður með ítarlegar upplýsingar um hjólreiðar á Íslandi. Þessi félög bjóða upp á fræðslu, ferðir og margt fleira.


Breiðablik – Hjólreiðar

Hjólreiðadeild Breiðabliks var stofnuð í apríl 2016 og inniheldur landsliðsfólk, keppnisfólk og byrjendur. Sumarið 2018 eignaðist félagið 3 Íslandsmeistara sem náðu í 5 Íslandsmeistaratla. Deildin leggur mikið upp úr metnaðarfullum æfingum og hefur mjög reynslumikla hjólaþjálfara innan deildarinnar.

Fjallahjólaklúbburinn

Klúbburinn samanstendur af breiðum hópi fólks sem hefur hjólreiðamenningu að áhugamáli, vill auka veg reiðhjólsins sem samgöngutækis og vinnur að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna. Markmiðið er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og komast í náið samband við móður náttúru, takast á við hana, skilja hana og virða.

Landssamtök hjólreiðamanna

Landssamtök hjólreiðamanna,  LHM, eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi sem beita sér fyrir hagsmunum alls hjólreiðafólks. 

Hjólreiðasamband Íslands

Vefurinn Hjólamót.is var hannaður til að færa alla starfsemi í kringum mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum á einn stað. Vefurinn samhæfir keppnisdagskrá allra félaga sem eru aðilar í ÍSÍ, og heldur utan um keppnir, úrslit, keppendur og aðra tölfræði tengda keppnum á Íslandi. Einnig er að finna á vefnum fréttir um keppnir og keppnishald, óháð hjólreiðafélögum eða einstaklingum.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

Hjólreiðafélag Reykjavíkur er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi. Félagið stendur fyrir keppnum bæði á fjalla- og götuhjólum, auk þess sem á vegum félagsins eru stundaðar æfingar reglulega.

Hjólreiðafélagið Bjartur

Bjartur var formlega stofnaður 19. október 2011 og er fyrsta og eina hjólreiðafélagið í Hafnarfirði. Allir félagar hafa það sameiginlegt að elska hjólreiðar og eru ekkert að taka sig of alvarlega.

Hjólreiðafélagið Tindur

Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í Febrúar 2011 með það markmið að fjölga í og bæta keppnishjólreiðar, af öllum gerðum, á Íslandi. Við höfum það einnig að markmiði að stækka og bæta ímynd allra tegunda hjólreiða, hvort sem það eru samgönguhjólreiðar, keppnishjólreiðar eða bara hjólreiðar til skemmtunar. Tindur er löglegt íþróttafélag undir ÍSÍ – allir eru velkomnir í félagið.

Hjólreiðafélag Akureyrar

Hjólreiðafélag Akureyrar var stofnað 2. maí 2012. Tilgangur félagsins er að efla hjólreiðar á Akureyri og í nágrenni. Kynna hjólreiðar sem jákvæða hreyfing og glæða áhuga almennings á gildi þeirra. Einnig skal félagið standa fyrir fræðslu og forvörnum er snúa að bættum hjólreiðasamgöngum.

Hjólreiðar.is

Tilgangur verkefnisins Hjólreiðar.is er að efla hjólreiðar á Íslandi með því að auka öryggi með fræðslu, hvetja til hjólreiða með því að kynna kostina og eyða mýtunum og ekki síst að breyta ímynd hjólreiða.

Þríþrautarnefnd ÍSÍ

Þríþrautarnefnd ÍSÍ heldur úti vefnum triathlon.is og þar má finna önnur þríþrautarfélög.

Hjólarækt Útivistar

Hjólaræktin hefur starfað í allnokkur ár, en sífellt fleiri uppgötva hvað reiðhjólið er frábært til ferðalaga. Fastir liðir eru hjólatúrar á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum yfir vetrartímann en þegar kemur fram á sumar er stefnan gjarnan tekin á lengri túra.

Hjólafærni á Íslandi

Hjólafærni á Íslandi hefur undanfarin ár gefið út kort á ensku þar sem taldir eru upp aðilar sem þjónusta reiðhjól, selja eða leigja um land allt. Kortið er eingöngu á ensku en ætti að skiljast vel. Nánar á vef Hjólafærni: hjolafaerni.is

Hjólafærni á Íslandi hefur frá 2013 gefið út hjólakort á ensku og íslensku þar sem taldir eru upp aðilar sem þjónusta reiðhjól, selja eða leigja um land allt. Síðast var kortið gefið út 2019. Öll kortin eru á pdf formi á síðunni www.cyclingiceland.is Enn er hægt að nálgast prentað kortið frá 2019 á skrifstofu Hjólafærni eða með því að senda tölvupóst á hjolafaerni@hjolafaerni.is

Hjólað í vinnuna – Um allt land

Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í upphafi maímánaðar ár hvert.