Hér að ofan má sjá kort sem sýnir helstu fjallahjóla- og malarhjóla leiðir á Íslandi. Fjallahjólaleiðir eru merktar með appelsínugulum línum og leiðir sem eru færar bæði malar- og fjallahjólum eru merktar með bláum línum. Smellið á “fullscreen” táknið í efra hægra horni á kortinu til að opna kortið í Google Maps appi á síma. Í framtíðinni munum við einnig bæta inn upplýsingum um áhugaverðar hjólaleiðir fyrir götuhjól.
Ath: Stjórnendur þessarar vefsíðu geta ekki ábyrgst að leyfilegt sé að hjóla allar þær leiðir sem sýndar eru á síðunni, þar sem aðgengi að leiðum er reglulega breytt. Skrárnar sem leiðirnar byggja á eru fengnar úr ýmsum áttum. Ef að þig grunar að einhver þeirra leiða sem sýndar eru hér á þessari síðu séu ekki samþykktar sem hjólaleiðir lengur máttu endilega senda okkur athugasemd á tölvupóstfangið mapsoficeland@gmail.com og við munum endurskoða tiltekna leið eftir að ráðfæra okkur við landeigendur/þjóðgarðsverði á viðkomandi svæði.
Ertu með tillögu að nýjum leiðum?
Við erum stöðugt að bæta við nýjum leiðum inná kortið. Ef þú hefur tillögu að leið sem væri gott að bæta inn á kortið getur þú sent okkur tölvupóst hér á mapsoficeland@gmail.com
Einnig er hægt að skoða hjólaleiðir eftir landshlutum og hlaða niður .gpx skrám fyrir hjólaleiðirnar með því að smella hér.
Hjólaleiða öpp
Til eru alls kyns lausnir á netinu og fyrir síma/leiðsögutæki til að skoða hjólaleiðir en þessi síða er aðallega ætluð sem samantekt á þeim fjalla- og malar hjólaleiðum sem finna má víðs vegar um Ísland. Nokkur af þeim öppum sem einnig er hægt að nota eru t.d.:
Önnur hjólakort
Hægt er að sjá prentanlegt hjólakort og hlaða niður pdf skjali með upplýsingum um hjólaleiðir á vefsíðunni https://cyclingiceland.is/en/